Lagardère Travel Retail heitir því að hætta að nota egg frá búrhænum fyrir árið 2025.

Lagardère Travel Retail heitir því að hætta að nota egg frá búrhænum fyrir árið 2025.

Lagardère Travel Retail heitir því að hætta að nota egg frá búrhænum fyrir árið 2025.

Lagardère Travel Retail heitir því að hætta að dreifa vörum, sem innihalda egg eða eggjaafurðir frá hænum sem eru aldar í búrum, um alþjóðlegt dreifingarsvið sitt fyrir árið 2025.

Þessi ákvörðun, sem var tekin sameiginlega af öllum dótturfélögum samstæðunnar, á við um alla veitingastaði og sölustaði sem Lagardère Travel Retail rekur, á lestarstöðum og flugvöllum, í Evrópu, Norður-Ameríku, Miðausturlöndum og Asíulöndum Kyrrahafsmegin.

Ítölsk og þýsk dótturfélög samstæðunnar hafa þegar hætt að nota egg frá búrhænum og nota nú eingöngu egg frá frjálsum hænum.

Þetta afar mikilvæga skref er hluti af alþjóðlegri og fyrirbyggjandi áætlun Lagardère Travel Retail um að styðja við sjálfbæra þróun. Tekið skal fram að samstæðan íhugar að láta meginreglur þessarar ákvörðunar einnig gilda um aðra vöruflokka.

Dag Rasmussen, formaður & forstjóri, Lagardère Travel Retail, sagði:
„Þessi ákvörðun sýnir að við skuldbindum okkur til að bjóða viðskiptavinum okkar upp á vörur af bestu mögulegu gæðum. Lagardère Travel Retail vill þakka The Humane League fyrir þrautseigju þeirra sem hefur skipt sköpum við að bæta verulega aðbúnað dýra.”

Alexandria Beck, framkvæmdastjóri, Open Wing Alliance, gaf frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
„Aðildarfélög Open Wing hrósa Lagardère Travel Retail fyrir að hafa skuldbundið sig til að útrýma hrottalegri búrframleiðslu úr alþjóðlegri birgðakeðju sinni. Sem leiðandi frumkvöðull á alþjóðavísu í ferðasmásöluiðnaðinum, mun þessi stefna um að nota eingöngu egg frá frjálsum hænum setja fram nýjan staðal fyrir ferðaiðnaðinn um allan heim.“

UM LAGARDERE TRAVEL RETAIL: Lagardère Travel Retail er ein af fjórum deildum Lagardère Group samstæðunnar og er leiðandi frumkvöðull á alþjóðavísu í ferðasmásöluiðnaðinum. Lagardère Travel retail rekur 4500 verslanir með ferðanauðsynjar, tollfrjálsar vörur og matvæli á flugvöllum, lestarstöðvum og öðrum sérleyfisstöðum í 33 löndum og er með söluveltu upp á u.þ.b. 4 milljarða evra (100% stýring).
Lagardère Travel Retail er með einstaka heildræna nálgun sem miðar að því að fara fram úr væntingum ferðafólks í gegnum allt ferðalag þeirra og að kjörnýta eignir leigusala og vörumerki samstarfsaðila.

TENGILIÐUR FYRIR FJÖLMIÐLA
Alexander Twose
+33 1 42 99 07 01• a.twose@lagardere-tr.com