Skandinavískt kaffihús sem býður upp á fjölbreytt úrval af hollum réttum og drykkjum. Þú getur fengið þér kaffi frá Illy, ljúffengan smoothie, gómsæta vefju eða girnilegan grænmetis- eða veganrétt. Kaffihúsið er staðsett í suðurbyggingu flugstöðvarinnar þar sem hægt er að fá sér sæti og gæða sér á matnum eða taka hann með sér í flugið. Kvikk er staðurinn fyrir þá sem vilja eitthvað hollt og gott fyrir ferðalagið.