Á Loksins Bar færðu besta úrval landsins af bjór frá Borg brugghúsi, fjölbreytt úrval af ýmsum íslenskum bjórum, víni og snöfsum. Hönnuðir barsins leituðust við að búa til ekta miðborgarstemningu til þess að skapa afslappað andrúmsloft. Þar er úr miklu úrvali drykkja að velja. Ef valið verður erfitt geta barþjónarnir mælt með drykk fyrir þig og er gestum staðarins velkomið að fá smá smakk áður en þeir taka ákvörðun. Fullkominn staður fyrir þá sem vilja slaka á í 101 miðborgarstemningu fyrir flug.

Loksins Bar er á tveimur stöðum á flugvellinum, í norður- (öll hlið) og suðurbyggingu (D hlið).

https://www.facebook.com/loksinsbar/