Mathús býður upp á fjölbreyttan matseðil fyrir unga sem aldna. Hvort sem þig langar í ferskan smoothie, hamborgara eða hollan skyndibita er um nóg að velja. Hönnun staðarins leggur áherslu á íslenskan blæ þar sem innblástur var fenginn úr gömlu torfbæjunum. Hlýir litir og falleg hengiljós einkenna Mathús en mikið var lagt upp úr því að búa til notalegt og fjölskylduvænt andrúmsloft. Á Mathúsi getur þú borðað á staðnum eða tekið matinn beint með þér í flugið.

Mathús er á tveimur stöðum á flugvellinum, í norður- (öll hlið) og suðurbyggingu (D hlið).

https://www.facebook.com/mathusid/