Nord býður ykkur velkomin í skandinavíska hafnarstemningu. Staðurinn býður upp á létta sjávarrétti sem eru eldaðir úr fersku hráefni á staðnum en einnig er boðið upp á ýmsa aðra ljúffenga rétti, þar með talið mat fyrir þá sem eru vegan.  Nord er tilvalinn staður til þess að gera vel við sig fyrir flug en hægt er að panta borð fyrirfram fyrir stóra sem litla hópa. Einn vinsælasti rétturinn á matseðlinum er humar-pizzan en sagt er að fólk kikni í hnjánum við fyrsta bita.

https://www.facebook.com/nordiceland/