Segafredo er besti staðurinn fyrir kröfuhart kaffiáhugafólk. Alþjóðlegt kaffihús sem leggur áherslu á alvöru ítalskt kaffi, ljúffengt brauðmeti og gómsætt sætabrauð. Staðurinn er tilvalinn fyrir þá sem eru á leið í morgunflug og þurfa smá hressingu fyrir ferðalagið. Mottó Segafredo er „lífið er of stutt fyrir vont kaffi“ og ef þú ert sammála því þá ættirðu að koma við á kaffihúsinu og gæða þér á fyrsta flokks gæðakaffi fyrir flugið.

https://www.facebook.com/segafredoiceland/