Lagardère Group starfar í 31 löndum í fjórum heimsálfum og skiptist í fjögur megin viðskiptasvið:

  • Lagardère Publishing – bókaútgáfa
  • Lagardère Active – útvarp, sjónvarp og framleiðsla efnis á hljóð- og myndsniði
  • Lagardère Travel Retail – dreifing prentmiðla, ferðamannaverslanir og vörudreifing
  • Lagardère Sports  – umsjón íþróttaviðburða og skemmtana

Lagardère Travel Retail rekur fyrstu alþjóðlegu verslunarkeðjuna með blaða- og bókabúðum, fjölbreyttri þjónustu og sérvöruverslunum, fríhafnaverslunarkeðjum og kaffihúsum. Nokkur af vinsælustu vörumerkjum sem fyrirtækið selur eru Relay, Inmedio, Hub, Discover, Aelia og Virgin.

                                            

LS Travel Retail er deild innan Lagardère Travel Retail sem sérhæfir sig í ferðamannavörum og hefur verið starfandi á sviði ferðamannaverslunar í yfir 160 ár. Deildin starfar á öllum sviðum ferðamennsku (flugvöllum, járnbrautarstöðvum, ferjum, sölum um borð flugvéla).

Yfir 11 þúsund manns starfa hjá Lagardère Group og dótturfyrirtækjum þess um allan heim í um 4200 verslunum í 31 löndum.