Lagardére Travel Retail ehf. hóf starfsemi á Íslandi árið 2015, er fyrirtækið vann forval vegna veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fyrirtækið er í eigu Lagardére SCA í Frakklandi og NQ ehf. sem er íslenskt félag. Hjá fyrirtækinu á Íslandi starfa um 200 starfsmenn þegar mest lætur yfir há sumarið og um 150 starfsmenn yfir vetrartímann. Lagardére Travel Retail ehf. á Íslandi er með stærstu veitingasölu aðilum landsins.