Sigurður Skagfjörð

Sigurður Skagfjörð

Framkvæmdastjóri

Sigurður er uppalinn á suðurnesjum. Hann er viðskiptafræðingur Cand Oecon að mennt. Sigurður skoraði 2 stig í körfuboltaleik á móti IR á Hálogalandi fyrir IKF og er mikill áhugamaður um kláfferjur.

Margrét Mekkin

Margrét Mekkin

Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs

Margrét er búsett í Kópavogi. Hún er viðskiptafræðingur að mennt. Margrét á bara ljótar náttbuxur til að passa upp á að hún fari ekki á náttfötunum út úr húsi.  

Sveinn Rafn Eiðsson

Sveinn Rafn Eiðsson

Fjármálastjóri

Sveinn Rafn er fæddur og uppalinn í Fáskrúðsfirði. Hann er löggiltur endurskoðandi og verðbréfamiðlari að mennt. Hann lifir fyrir íþróttir og þá sérstaklega knattspyrnu og körfubolta.  

Elsa Heimisdóttir

Elsa Heimisdóttir

Mannauðsstjóri

Elsa er að norðan. Hún er kennari, náms- og starfsráðgjafi og með meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Hún er bílaáhugamanneskja og æfir box.

Aðalheiður Hilmarsdóttir

Aðalheiður Hilmarsdóttir

Rekstrarstjóri Mathús Suður

Aðalheiður (Heiða) er úr Njarðvík og hefur alla tíð búið í Njarðvík. Hún er viðskiptafræðingur að mennt. Heiða veit ekkert betra en að liggja á sófanum, horfa á góðan krimma og borða nammi.  

Þorlákur Helgason

Þorlákur Helgason

Rekstrarstjóri og yfirmatreiðslumaður Nord

Þorlákur er fæddur og uppalinn á mörkum hins byggilega heims, norður á Raufarhöfn á Melrakkasléttu. Hann er matreiðslumaður og eldar mat alla daga, bæði í vinnunni og heima fyrir. Hann elskar að skreppa til heitari landa.

Ágúst Guðbjartsson

Ágúst Guðbjartsson

Vöru- og innkaupastjóri

Ágúst er fæddur og uppalinn í Breiðholtinu. Hann æfði körfubolta á yngri árum og tókst að landa einum Íslandsmeistaratitli á ferlinum, hann vill meina að það hafi verið að mestu liðsfélögum sínum að þakka.

Helga Björg Hafberg

Helga Björg Hafberg

Gæðastjóri

Inga Lára Jónsdóttir

Inga Lára Jónsdóttir

Markaðsfulltrúi

Inga Lára er úr Garðinum. Hún er viðskiptafræðingur og einkaþjálfari að mennt. Inga byrjar að hlusta á jólalög í október og heldur nammidaginn heilagann.

Haraldur Helgason

Haraldur Helgason

Lagerstjóri

Joanna Katarzyna Szulc

Joanna Katarzyna Szulc

Starfsmannafulltrúi

Joanna kemur frá norðurhluta Póllands. Hún er með MS gráðu í bókhaldi og gagnavinnslu og viðbótar diplóma í mannauðsstjórnun. Hún hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og elskar að læra ný tungumál.  

Sigríður Maggý Árnadóttir

Sigríður Maggý Árnadóttir

Starfsmannafulltrúi

Sigríður (Sigga Maggý) er úr Garðinum. Hún er hárgreiðslukona að mennt. Sigga Maggý horfir alltaf á Enska boltann um helgar.

Ingibjörg Sólrún Magnúsdóttir

Ingibjörg Sólrún Magnúsdóttir

Launafulltrúi

Inga er búsett í Garðabæ og uppalin þar. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Henni finnst gaman að flakka um heiminn, hitta skemmtilegt fólk og spila golf með góðum vinum.